Þórólfur enn undrandi og leggst yfir gögnin frá hæfnisnefnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:26 Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Sigurjón Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst. Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst.
Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27
Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53