Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2019 21:07 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi á að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Stöð 2/Einar Árnason. Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00