Rúmlega helmingur þátttakenda upplifir sig öruggan á hjóli í Reykjavík Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. júní 2019 14:37 Rúmlega helmingur þátttakenda í vettvangsrannsókn sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg um öryggistilfinningu hjólreiðarmanna upplifa sig örugg á hjóli í Reykjavík. Tæplega tólf prósent upplifa sig óörugg. Sigrún Birna Sigurðardóttir, samgöngu- og umhverfissálfræðingur, segir tölurnar jákvæðar og svipa til þess sem mældist í hinni miklu hjólreiðaborg Kaupmannahöfn þegar mælingar hófust þar. Sigrún Birna vann rannsóknina sem var bæði í formi spurningalista á netinu og svo í formi vettvangsrannsóknar á hjólreiðastíg í Fossvogi. Hún segir mikilvægt að taka saman gögn af þessum toga til að borgin geti markað sér stefnu í uppbyggingu innviða fyrir hjólreiðarmenn. Hún segir að rannsóknin hafi gefið til kynna að öryggistilfinning hjólandi borgarbúa sé almennt góð eða um 54 prósent sem telja sig örugg á hjólastígum í Reykjavík. „Hjólreiðar hafa verið ört vaxandi og eru núna hraðast vaxandi samgöngumáti á höfuðborgarsvæðinu og miðað við það erum við að fá nokkuð góðar tölur, við erum svipuð og Kaupmannahafnarborg þegar þeir byrja að mæla þetta. Þeir eru komnir upp í rúm sjötíu prósent og er það markmiðið þeirra að halda því allavega þar.“ Tæp tólf prósent upplifa óöryggi á hjóli og nefna það sem hamlandi þátt við að nýta hjól. Þar eru konur og eldri borgarar líklegri til að upplifa óöryggi. „Þarna erum við að sjá, þó það sé ekki munur á milli almennrar öryggisupplifunar á höfuðborgarsvæðinu á milli kynjanna þá er þetta samt sem áður hamlandi atriði fyrir konur og þá sem eldri eru frekar en þá sem yngri eru og karla,“ segir Sigrún Birna Sigurðardóttir, samgöngu- og umhverfissálfræðingur. Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Rúmlega helmingur þátttakenda í vettvangsrannsókn sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg um öryggistilfinningu hjólreiðarmanna upplifa sig örugg á hjóli í Reykjavík. Tæplega tólf prósent upplifa sig óörugg. Sigrún Birna Sigurðardóttir, samgöngu- og umhverfissálfræðingur, segir tölurnar jákvæðar og svipa til þess sem mældist í hinni miklu hjólreiðaborg Kaupmannahöfn þegar mælingar hófust þar. Sigrún Birna vann rannsóknina sem var bæði í formi spurningalista á netinu og svo í formi vettvangsrannsóknar á hjólreiðastíg í Fossvogi. Hún segir mikilvægt að taka saman gögn af þessum toga til að borgin geti markað sér stefnu í uppbyggingu innviða fyrir hjólreiðarmenn. Hún segir að rannsóknin hafi gefið til kynna að öryggistilfinning hjólandi borgarbúa sé almennt góð eða um 54 prósent sem telja sig örugg á hjólastígum í Reykjavík. „Hjólreiðar hafa verið ört vaxandi og eru núna hraðast vaxandi samgöngumáti á höfuðborgarsvæðinu og miðað við það erum við að fá nokkuð góðar tölur, við erum svipuð og Kaupmannahafnarborg þegar þeir byrja að mæla þetta. Þeir eru komnir upp í rúm sjötíu prósent og er það markmiðið þeirra að halda því allavega þar.“ Tæp tólf prósent upplifa óöryggi á hjóli og nefna það sem hamlandi þátt við að nýta hjól. Þar eru konur og eldri borgarar líklegri til að upplifa óöryggi. „Þarna erum við að sjá, þó það sé ekki munur á milli almennrar öryggisupplifunar á höfuðborgarsvæðinu á milli kynjanna þá er þetta samt sem áður hamlandi atriði fyrir konur og þá sem eldri eru frekar en þá sem yngri eru og karla,“ segir Sigrún Birna Sigurðardóttir, samgöngu- og umhverfissálfræðingur.
Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00