Sigurður Ingi brast óvænt í söng inni í helli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2019 19:15 Þrír af tólf manngerðum hellum á Æðissíðu við Hellu verða opnaðir ferðamönnum en elstu hellarnir eru frá 13.öld. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna urðu heillaðir þegar þeir skoðuðu hellana nýlega og fengu að hlusta á tónlist í þeim. Framkvæmdum við þrjá af hellunum er nú lokið en allir hellarnir tólf eru mjög merkilegir enda sérstakar minjar gerðar af manna höndum. Fjölskyldan á Ægissíðu fjögur á heiðurinn af nýju uppgerðu hellunum. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna, ásamt embættismönnum þeirra skoðuð hellana nýlega með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi og heilluðust af framtakinu. „Við höfum staðfestingu á því að einhverjir af þessum hellum eru að minnsta kosti frá 13. öld, sem gerir þá að elstu enn þá uppistandandi mannvistarleifum á Íslandi“, segir Árni Freyr Magnússon einn umsjónarmaður hellanna „Ég er náttúrulega vön þessum hellum frá því að ég var lítill krakki hérna, ég var vön að leika mér í hellunum. Þeir voru náttúrulega líka notaðir, sem matarbúr, hér er alltaf sami hiti allt árið um kring, þannig að hérna voru geymdar sultur, saft, kartöflur og þess háttar. Og á árum áður var hér búfénaður og hey geymt, þannig að það er virkilega gaman að standa að þessu verkefni“, segir Ólöf Þórhallsdóttir, sem er líka einn af umsjónarmönnum hellanna en hún er frá Ægissíðu fjögur. Tekið er á móti hópum í hellana með leiðsögn, hér er einn þeirra, sem kom nýlega í heimsókn, samstarfsráðherrrar Norðurlanda og þeirra embættismenn með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi en Ísland gegnir formennsku þar í ár.Magnús HlynurUpplýsingaskiltum um hellanna hefur verið komið fyrir í einum þeirra þar sem mikinn fróðleik er að finna. „Þetta eru áhugaverðir hellar og skemmtilegast er auðvitað að það skuli vera skiptar skoðanir um það hvernig þeir hafa orðið til“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra um leið og hann fagnar því að það eigi að opna hellana ferðamönnum. Öðlingarnir, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu tók lagið í einum hellinum, Sigurður Ingi fór inn í hópinn og söng með enda vanur söngmaður úr Karlakór Hreppamanna.Sigurður Ingi að syngja með Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Menning Rangárþing ytra Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Þrír af tólf manngerðum hellum á Æðissíðu við Hellu verða opnaðir ferðamönnum en elstu hellarnir eru frá 13.öld. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna urðu heillaðir þegar þeir skoðuðu hellana nýlega og fengu að hlusta á tónlist í þeim. Framkvæmdum við þrjá af hellunum er nú lokið en allir hellarnir tólf eru mjög merkilegir enda sérstakar minjar gerðar af manna höndum. Fjölskyldan á Ægissíðu fjögur á heiðurinn af nýju uppgerðu hellunum. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna, ásamt embættismönnum þeirra skoðuð hellana nýlega með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi og heilluðust af framtakinu. „Við höfum staðfestingu á því að einhverjir af þessum hellum eru að minnsta kosti frá 13. öld, sem gerir þá að elstu enn þá uppistandandi mannvistarleifum á Íslandi“, segir Árni Freyr Magnússon einn umsjónarmaður hellanna „Ég er náttúrulega vön þessum hellum frá því að ég var lítill krakki hérna, ég var vön að leika mér í hellunum. Þeir voru náttúrulega líka notaðir, sem matarbúr, hér er alltaf sami hiti allt árið um kring, þannig að hérna voru geymdar sultur, saft, kartöflur og þess háttar. Og á árum áður var hér búfénaður og hey geymt, þannig að það er virkilega gaman að standa að þessu verkefni“, segir Ólöf Þórhallsdóttir, sem er líka einn af umsjónarmönnum hellanna en hún er frá Ægissíðu fjögur. Tekið er á móti hópum í hellana með leiðsögn, hér er einn þeirra, sem kom nýlega í heimsókn, samstarfsráðherrrar Norðurlanda og þeirra embættismenn með Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra í fararbroddi en Ísland gegnir formennsku þar í ár.Magnús HlynurUpplýsingaskiltum um hellanna hefur verið komið fyrir í einum þeirra þar sem mikinn fróðleik er að finna. „Þetta eru áhugaverðir hellar og skemmtilegast er auðvitað að það skuli vera skiptar skoðanir um það hvernig þeir hafa orðið til“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra um leið og hann fagnar því að það eigi að opna hellana ferðamönnum. Öðlingarnir, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu tók lagið í einum hellinum, Sigurður Ingi fór inn í hópinn og söng með enda vanur söngmaður úr Karlakór Hreppamanna.Sigurður Ingi að syngja með Öðlingunum, sem er sönghópur í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing ytra Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira