Erlent

Þýska hitametið slegið í tvígang í vikunni

Andri Eysteinsson skrifar
Það er mjög heitt í Þýskalandi og hætta á ofþornun, þá er gott að hafa vatnsslöngur nærri.
Það er mjög heitt í Þýskalandi og hætta á ofþornun, þá er gott að hafa vatnsslöngur nærri. Getty/Markus Tischler
Hitabylgjan sem hefur herjað á íbúa meginlands Evrópu undanfarið hefur haft í för með sér ótrúlegar hitatölur, tölur sem varla hafa sést áður. Sjötíu og tveggja ára gamalt hitamet var slegið síðasta miðvikudag þegar hiti mælidst 38,6 stig.  AP greinir frá.

Nýja metið fékk ekki að standa jafnlengi og það gamla, því rétt eins með Íslandsmetið í 100m hlaupi kvenna, var metið slegið örstuttu síðar en í dag mældist hiti í bænum Bad Kreuznach 38,°C samkvæmt þýsku veðurstofunni DWD.

Þýska veðurstofan segir að stuttu seinna hafi kvikasilfursmælir sýnt hitastig upp á 39,3°C en það hefur ekki verið sannreynt.

Hitinn hefur haft mikil áhrif á líf fólks á meginlandinu, þó ekki á íslensku methafana áðurnefndu sem settu metin einmitt í vikunni í hitabylgjunni í Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar

Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag.

Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum

Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi

Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.

Rauð viðvörun vegna hitans

Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×