Norðurslóðir fyrr og síðar
Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum.
INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir.
Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga.
Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Skoðun
Ekki meira bull, takk!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar
Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Yrkjum lífsgæði í Dölunum
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Átta hagnýt orkuverkefni
Björn Hauksson skrifar
Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Forgangsröðum forgangsröðun
Gylfi Ólafsson skrifar
Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd
Skúli Gunnar Sigfússon skrifar
Forseti ASÍ á skautum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar
Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar
Munu næstu fjögur ár nægja?
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Stórkostlega ungur
Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar
Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu
Sigvaldi Einarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra
Erna Guðmundsdóttir skrifar
Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn
Bjarki Oddsson skrifar
Helvítis væl alltaf í þessum kalli
Hólmgeir Baldursson skrifar
Þarf alltaf að vera vín?
Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar
Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni
Anton Guðmundsson skrifar
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara
Andri Þorvarðarson skrifar
„Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Þurr janúar. Er það ekki málið?
Árni Einarsson skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Trú er holl
Skúli S. Ólafsson skrifar
Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar
Sterk sveitarfélög skipta máli
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar
Undirgefni, trúleysi og tómarúm
Einar Baldvin Árnason skrifar
Reistu hamingjunni heimili
Árni Sigurðsson skrifar
Það tapa allir á orkuskortinum
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
RÚV og litla vandamálið
Ásgeir Sigurðsson skrifar