Fékk fyrstu íbúðina afhenta eftir að hafa búið með börnunum í einu herbergi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 18:24 Katrín Einarsdóttir fékk íbúðina afhenta í dag. Björn Traustason framkvæmdastjóri sést lengst til vinstri á mynd en einnig voru viðstaddar Drífa Snædal forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Mynd/Aðsend Fyrsti leigjandi Bjargs íbúðafélags fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi í dag. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi. Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í útleigu. Í tilkynningu segir að hún hafi búið um nokkurt skeið í einu herbergi heima hjá foreldrum sínum ásamt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul. Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn samtakanna. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli. „Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða hagkvæmari íbúðir fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ við afhendingu íbúðarinnar í dag. Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum. Framkvæmdir við 563 íbúðir eru nú í fullum gangi við Móaveg, Urðarbrunn, í Úlfarsárdal við Hallgerðargötu og í Hraunbænum í Reykjavík, sem og á Akranesi og á Akureyri. Þá áætlar Bjarg að afhenda leigjendum 141 íbúð til viðbótar í ár eftir því sem húsnæðið verður tilbúið. Þær íbúðir eru við Móaveg, í Asparskógum og í Urðarbrunni. Unnið er að hönnun 490 íbúða til viðbótar í Bryggjuhverfinu, Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fyrsti leigjandi Bjargs íbúðafélags fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi í dag. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi. Katrín Einarsdóttir, einstæð tveggja barna móðir, fékk afhenta lykla að fyrstu íbúðinni sem fer í útleigu. Í tilkynningu segir að hún hafi búið um nokkurt skeið í einu herbergi heima hjá foreldrum sínum ásamt börnum sínum, sem eru fjögurra og tíu ára gömul. Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn samtakanna. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli. „Verkalýðshreyfingin hefur enn og aftur tekið frumkvæði að því að bjóða hagkvæmari íbúðir fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ við afhendingu íbúðarinnar í dag. Um 1.150 félagsmenn ASÍ og BSRB eru nú á biðlista eftir íbúðum. Framkvæmdir við 563 íbúðir eru nú í fullum gangi við Móaveg, Urðarbrunn, í Úlfarsárdal við Hallgerðargötu og í Hraunbænum í Reykjavík, sem og á Akranesi og á Akureyri. Þá áætlar Bjarg að afhenda leigjendum 141 íbúð til viðbótar í ár eftir því sem húsnæðið verður tilbúið. Þær íbúðir eru við Móaveg, í Asparskógum og í Urðarbrunni. Unnið er að hönnun 490 íbúða til viðbótar í Bryggjuhverfinu, Gelgjutanga, og Skerjafirði í Reykjavík, og í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira