Zion valinn fyrstur til Pelicans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2019 08:00 Zion Williamson er kominn í NBA deildina vísir/getty Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt. Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu. „Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson. Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers. Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga. Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu. Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar. Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.Allt nýliðavalið má sjá hér. NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Zion Williamson mun leika með New Orleans Pelicans á næsta ári eftir að Pelicans valdi hann fyrstan í nýliðavali NBA deildarinnar sem fór fram í nótt. Eftir að New Orleans vann fyrsta valrétt í nýliðavalinu var nokkuð ljóst að Zion væri á leið þangað, enda stærsti bitinn í nýliðavalinu. „Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Sem krakki þá dreymir þig um að komast í NBA deildina en allir segja við þig að þú þurfir að hafa plan B því líkurnar á að komast þangað eru litlar sem engar. Fyrir mig, að vera valinn fyrstur, þetta hefði ekki getað orðið betra þó mig væri að dreyma,“ sagði Williamson. Pelicans eru nýbúnir að samþykkja skipti á aðalstjörnunni sinni, Anthony Davis, til Los Angeles Lakers. Það kom lítið á óvart hverjir fóru næstir í nýliðavalinu, bakvörðurinn Ja Morant var valinn annar til Memphis Grizzlies og New York Knicks tóku RJ Barrett þriðjan. Valréttur númer fjögur hafði verið mikið á hreyfingu síðustu daga. Los Angeles Lakers áttu hann en skiptu honum til Pelicans sem hluta af borguninni fyrir Davis. Pelicans skiptu honum hins vegar til Atlanta Hawks fyrir þrjá aðra valrétti aðeins seinna í nýliðavalinu. Hawks tók De'Andre Hunter úr Virginia háskólanum. Atlanta átti oft á tíðum í erfiðleikum með vörnina síðasta tímabili og þar sem Hunter var valinn varnarmaður ársins í ACC deildinni á síðasta tímabili þá ætti hann að geta hjálpað þeim þar. Cleveland Cavaliers áttu fimmta valréttinn og tóku Darius Garland, bakvörð sem spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili í háskólaboltanum þar sem hann meiddist illa á hné og missti af nær öllu tímabilinu.Allt nýliðavalið má sjá hér.
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira