Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:45 Donald Trump fundaði með forsætisráðherra Kanada í gær. Á myndinni má sjá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, sem hefur sagt að þjóð sín vilji forðast vopnuð átök við Íran. Við hlið hans er þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, sem er einarður stuðningsmaður þess að Bandaríkin ráðist inn í Íran og velti stjórnvöldum í Teheran úr sessi. Getty/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15
Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01