Innlent

Þriðjungur ný­nema á há­skóla­stigi lýkur námi á þremur árum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
visir/vilhelm
Aðeins þriðjungur nýnema í háskólum á Íslandi ljúka þriggja ára námi til Bachelorgráðu á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Þessar tölur miðast við nýskráningu nemenda haustið 2011 en þá voru 2.405 nýnemar skráðir í háskóla á Íslandi. Til nýnema teljast þeir sem skráðir eru í þriggja ára nám til Bachelorgráðu í fyrsta skipti og eru þeir allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir eru í fullt nám, eða 75% þeirra eininga eða meira sem telst fullt nám.

Hagstofa Íslands
Vorið 2014 höfuð 33,3% þeirra sem voru nýnemar haustið 2011 brautskráðir og 0,7% til viðbótar höfðu útskrifast úr öðru háskólanámi, til dæmist tveggja ára diplómanámi. Brottfall úr hópnum var 23,7% en þá hafa þeir nemendur annað hvort hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé. Þá voru 42,4% þeirra enn í háskólanámi án þess að hafa brautskráðst.

Þá höfðu 67,2% þeirra sem hófu nám haustið 2011 brautskráðst sex árum eftir innritun.  

Þá höfðu 18,3% þeirra sem hófu nám haustið 2011 hætt námi á fyrsta námsári og 0,4% skipt yfir í annað háskólanám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×