Grímur hefur verið viðloðandi handboltann á Selfossi lengi og var meðal annars einn af aðstoðarmönnum Patreks. Grímur sagðist ekkert geta tjáð sig um málið er Vísir heyrði í honum í morgun.
Sonur hans, Hergeir, er auðvitað einn af lykilmönnum liðsins og bróðir Gríms, Þórir, hefur svo gert það heldur betur gott með norska kvennalandsliðið í handbolta.
Heimildir Vísis herma einnig að Þórir Ólafsson muni ekki verða áfram í þjálfarateymi Íslandsmeistaranna en hann ku ætla að snúa sér að öðrum verkefnum.

Eftir að hafa leitað hófanna víða að arftaka Patreks þá ætla Selfyssingar að veðja á traustan heimamann sem hefur mikið gert fyrir starfið í bænum.
Meistararnir töluðu við ýmsa þjálfara um að taka að sér starfið og þar á meðal þá Arnar Pétursson og Óskar Bjarna Óskarsson samkvæmt heimildum Vísis. Allir gáfu starfið frá sér.