Hætta sölu DVD-diska Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 12:12 Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO, segir dag DVD-disksins að kveldi kominn, að minnsta kosti innan veggja ELKO. Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO. Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Forsvarsmenn raftækjakeðjunnar ELKO á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hætta sölu DVD-diska undir merkjum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem markaðsstjóri ELKO sendi á fjölmiðla nú rétt í þessu. Í tilkynningunni segir að frá opnun ELKO á Íslandi árið 1998 hafi fyrirtækið selt 1.985.000 DVD diska í verslunum sínum. Nú séu breytingar hins vegar boðaðar og verða þeir diskar sem enn eru til á lager settir á rýmingarsölu. Henni muni ljúka þegar síðasti diskurinn er seldur, en þá mun ELKO hafa selt yfir tvær milljónir diska. „Þegar ELKO opnaði dyrnar fyrir fyrsta viðskiptavininum árið 1998, voru DVD-diskar eitt það fyrsta sem blasti við og hefur alla tíð síðan verið stór hluti af vöruúrvali verslunarinnar. En tímarnir breytast og í dag er hægt að nálgast allt þetta efni í gegnum hinar ýmsu streymisveitur,“ segir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri ELKO. Bragi Þór bendir einnig á að áhorf á barnamyndir, sem hafa verið stærsti hluti diskasölunnar síðustu ár, sé nú að færast yfir í spjaldtölvur og streymisveitur í sjónvarpi. Því sé kominn tími til þess að hætta með öllu sölu á DVD-diskum. Ljóst er að nokkuð pláss mun myndast í verslunum ELKO við fráhvarf DVD-diskanna. Forsvarsmenn ELKO deyja þó ekki ráðalausir, en til stendur að nýta plássið til þess að stofna sérstaka rafíþróttadeild innan verslana fyrirtækisins. „Rafíþróttir hafa vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu árin, ekki síst með stofnun Rafíþróttasamtaka Íslands og stuðningi nokkurra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu. ELKO ætlar sér að taka þátt í þeirri þróun af fullum krafti og mun meðal annars bjóða upp á aðstöðu í versluninni til að koma og spila leiki á besta mögulega búnaði sem til er hverju sinni,“ segir í tilkynningunni frá ELKO.
Rafíþróttir Tímamót Tækni Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira