Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Eiður Þór Árnason skrifar 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tók einnig mið af lögum um hlutverk Landspítala Vilhelm/Fréttablaðið Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti. Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30