50 milljóna króna sekt stendur Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 19:31 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið sneri að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á Eimskip sökum brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið höfðaði mál til ógildingar stjórnvaldssektarinnar en því hefur nú verið hafnað á tveimur dómstigum. Sektin stendur því óhögguð. Sektin var lögð á Eimskipafélagið árið 2017 vegna brota gegn 1. mgr, 122.gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma.Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl 2018 en var skotið til Landsréttar 14. maí sama árs. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hafi orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir en lokaútgáfa uppgjörsins var samþykkt 26. maí. Landsréttur, og héraðsdómur, féllst ekki á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram bægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Því var kröfu félagsins hafnað og Fjármálaeftirlitið, ásamt íslenska ríkinu, sýknað af kröfum Eimskipafélags Íslands.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið sneri að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á Eimskip sökum brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið höfðaði mál til ógildingar stjórnvaldssektarinnar en því hefur nú verið hafnað á tveimur dómstigum. Sektin stendur því óhögguð. Sektin var lögð á Eimskipafélagið árið 2017 vegna brota gegn 1. mgr, 122.gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma.Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl 2018 en var skotið til Landsréttar 14. maí sama árs. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hafi orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir en lokaútgáfa uppgjörsins var samþykkt 26. maí. Landsréttur, og héraðsdómur, féllst ekki á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram bægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Því var kröfu félagsins hafnað og Fjármálaeftirlitið, ásamt íslenska ríkinu, sýknað af kröfum Eimskipafélags Íslands.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira