Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:40 Glæpurinn var framinn í Vestmannaeyjum í mars árið 2016. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða. Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi gert tilraun til ráns með því að hafa aðfaranótt 18. mars árið 2016 hótað manni líkamsmeiðingum og farið með hann að hraðbanka Landsbankans í Vestmannaeyjum. Þar hafi maðurinn reynt að neyða fórnarlambið til að taka fjármuni út úr hraðbankanum. Þá kom fram í framburði brotaþola við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að maðurinn hefði vikið sér að brotaþola eftir að þeir yfirgáfu veitingastað og sagt hann skulda sér bjór. Þegar brotaþoli hafi neitað því hafi maðurinn þrifið í hann og sagt honum að þeir þyrftu að fara í bankann og sækja peninga. Í framhaldinu hafi maðurinn teymt hann sem leið lá í bankann og hótað honum ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Þá var honum gert að greiða rúmar 1,2 milljónir krónur í sakarkostnað málsins í héraði og áfrýjunarkostnað. Þá var honum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði og í Landsrétti, samtals tæpar 1,2 milljónir króna. Hinum manninum, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að málinu í héraðsdómi, var gefið að sök að hafa beðið fyrir utan anddyri bankans og staðið vörð þegar verknaðurinn átti sér stað. Hann var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í Landsrétti en sannað þótti að ekki hefði verið um samverknað mannanna að ræða.
Dómsmál Vestmannaeyjar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira