Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Umræða um þriðja orkupakkann tók 138 klukkustundir. Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Alþingi Verkefni ræðuútgáfu Alþingis eru ærin ef ræðuhöld eru mikil síðustu daga fyrir þinglok. Af rúmlega 150 klukkustundum af ræðum þingmanna sem er eftir að klára að skrifa upp og koma inn á vef Alþingis eru vel yfir 100 um þriðja orkupakkann. „Já, þetta er mun meira en vant er eftir þinglok,“ segir Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri ræðuútgáfu Alþingis. Ræðuútgáfan notar talgreini sem þróaður var í Háskólanum í Reykjavík að beiðni þingsins. „Talgreinirinn breytir ræðum þingmanna í texta á ótrúlega skömmum tíma, mun skemmri en tekur þingmanninn að flytja ræðuna,“ segir Berglind. Hún segir forritið ekki skila fullkomnum texta en góðum hrágögnum sem starfsmennirnir noti til að klára textann. „Það munar mjög mikið um þetta í okkar vinnu. Það er allt annað að eiga 150 klukkustundir ókláraðar þegar við höfum talgreininn heldur en hér áður fyrr þegar við þurftum að skrifa allt upp frá orði til orðs.“ Berglind segir talgreininn líka læra og að enn sé verið að þróa til dæmis greinarmerkjasetningu. Hann er búinn að læra inn á hljóðhvíld í ræðum og setur rétt greinarmerki þegar þingmenn ávarpa forseta í miðri ræðu. Þá geti ræðulesarar líka kennt talgreininum ný orð sem hann skilur ekki. „Honum gengur til dæmis illa með útlend orð og ný nöfn en við getum leiðrétt hann og þá man hann leiðréttinguna og gerir ekki villuna aftur,“ segir Berglind og nefnir nokkur dæmi um nöfn sem talgreinirinn fór rangt með. Það var yfirstjórn Alþingis sem átti frumkvæði að talgreininum með það að markmiði að gera störf ræðuútgáfunnar viðráðanlegri. Alþingi og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skrifuðu undir samning í september 2016 um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði til að nýta við ræðuritun. Fjárlaganefnd veitti fjármagn til verkefnisins.Mynd/FréttablaðiðMarkmið Alþingis var þá og er enn að hugbúnaðurinn verði opinn og geti nýst öllum. „Þjóðþingin hafa verið í nokkurri forustu í þessum efnum, en farið mismunandi leiðir,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Það eru þó nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af þessu galdratæki en fór auðvitað að hugsa hve mikil hagræðing gæti orðið hjá okkur, með allan okkar ræðutíma sem er óvenjulega langur, ekki hvað síst ef tekið er tillit til fjölda þingmanna. Mig minnir að íslenskur þingmaður tali í svona 13 klukkustundir á hverju þingi, en annars staðar á Norðurlöndunum er þetta innan við 3 klukkustundir, sums staðar ein til ein og hálf klukkustund, og sama gildir fyrir þýska, franska og breska þingið,“ segir Helgi sem kveðst hafa átt töluverða samvinnu og fengið uppörvun hjá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor sem hefur verið í fararbroddi í tungutækni og eflingu hennar. Fyrir rúmu ári var opnuð vefgátt fyrir talgreini á slóðinni tal/ru.is. Talgreinirinn á vefgáttinni er frumútgáfa og ekki þjálfaður sérstaklega fyrir tiltekið svið, líkt og talgreinirinn sem notaður er á Alþingi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira