Segir peningana sogast suður Ari Brynjólfsson skrifar 22. júní 2019 10:00 Rúmlega 10.000 tonna framleiðsla í fiskeldi er nú á sunnanverðum Vestfjörðum. Fréttablaðið/Pjetur Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira