Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 23:50 Trump hefur gefið löggjafanum tveggja vikna frest til að leysa vandann. AP Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira