Erlent

Stjórnar­flokkur Erdogan bíður ó­sigur í kosningum í Istanbúl

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekrem Imamoglu, nýkjörinn borgarstjóri Istanbúl.
Ekrem Imamoglu, nýkjörinn borgarstjóri Istanbúl. getty/Chris McGrath
Stjórnarflokkur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta, beið ósigur í kosningum til borgarstjórnar í Istanbúl í dag. Þetta er mikið högg fyrir forsetann og flokk hans en þetta eru aðrar kosningarnar sem haldnar eru til sveitarstjórnar í Istanbúl nú í ár. Flokkur Erdogan kærði upprunalegu kosningarnar, sem haldnar voru þann 31. mars og tapaði flokkurinn þeim kosningum einnig. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian.

Binali Yildirim, frambjóðandi stjórnarflokks Erdogan, AKP, og fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands viðurkenndi að hafa tapað fyrir mótframbjóðanda sínum Ekrem Imamoglu, frambjóðanda CHP flokksins, aðeins tveimur og hálfri klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu í dag. Hann óskaði andstæðingi sínum til hamingju með sigurinn og bað hann að þjóna Istanbúl vel.

Minnst 10 milljón manns voru á kjörskrá í kosningunum í dag. Þessi endur kosning hefur verið sögð reyna á brothætt lýðræðið í Tyrklandi og framtíð Erdogan í stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×