Ráku fyrrverandi bankastjórann fyrir að ofrukka viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:03 Danske bank hefur átt í vök að verjast undanfarið. Hann er sakaður um að hafa þvættað um 200 milljarða evra í gegnum útibú sitt í Eistlandi. Vísir/EPA Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent