16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi. Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Sjá meira
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi.
Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Sjá meira