Einn af hverjum tíu á vinnumarkaði haldinn sjúklegri streitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 23:37 Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ætla má að einn af hverjum tíu á vinnumarkaði þjáist af sjúklegri streitu hér á landi en afar mikilvægt er að grípa inn í áður en slíkt gerist, að sögn geðlæknis. Hann segir að almennt sé streita að aukast og margt bendi til þess að ástandið hér og sé svipað og í Bandaríkjunum þar sem rætt er um að streitufaraldur geysi. „Við getum ekki litið fram hjá streitu í samfélagi okkar og þeim áhrifum sem hún hefur á fólk með sorglegum afleiðingum. Lífslíkur í Bandaríkjunum minnka hraðar en í nokkru öðru þróuðu ríki í veröldinni. Við drekkum meira, offita er sem faraldur og kvíðastreita er óviðráðanleg.“ Þetta kemur fram í heimildarmynd sem verður sýnd á Stöð 2 í kvöld um streitufaraldurinn í Bandaríkjunum. Geðlæknir hjá Forvörnum og Streituskólanum telur að ástandið sé svipað hér á landi. „Það er ekki til mikið af viðamiklum rannsóknum á streitu á Íslandi en það er margt sem bendir til þess að þetta sé svipað hjá okkur eins og er í Evrópu og í Bandaríkjunum. Tíðnin er að aukast og er há.“ Ólafur segir afa mikilvægt að grípa strax inn í ef fólki grunar að það sé haldið of mikilli streitu og áður en kemur til sjúklegrar streitu sem sé í raun heilasjúkdómur. „Sjúkdómsgreining þar sem að hafa myndast langvinn og alvarleg einkenni frá heila, í raun heilasjúkdómur,“ segir Ólafur. Rannsóknir hafi sýnt að um einn af hverjum tíu á vinnumarkaði sé haldin sjúklegri streitu en einkenni eru til dæmis sífelld þreyta og minnisleysi. Ef fólk bregðist fljótt og hvílist og hreyfi sig séu batahorfur góðar en það taki lengri tíma að ná sér ef streitan sé orðin sjúkleg. Ráðgjafi segir hvíldina afar mikilvæga. „Það sem þarf kannski að gera til að byrja með er svolítið að núllstilla einstaklinginn, skoða hvernig er með svefninn, það er yfirleitt fyrsta atriðið sem þarf að skoða,“ segir Elín Blöndal, ráðgjafi hjá Streitumóttökunni.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks. 27. febrúar 2019 11:32
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45