Jafnlaunavottun fór seint og hægt af stað en kominn góður gangur núna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 13:43 Steinunn Valdís heldur utan um jafnlaunavottun hjá forsætisráðuneytinu en ráðuneytið sér til þess að lögum sé framfylgt, sjálfstæðar vottunarstofur sjá um framkvæmdina. vísir/valli Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00