Jafnlaunavottun fór seint og hægt af stað en kominn góður gangur núna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 13:43 Steinunn Valdís heldur utan um jafnlaunavottun hjá forsætisráðuneytinu en ráðuneytið sér til þess að lögum sé framfylgt, sjálfstæðar vottunarstofur sjá um framkvæmdina. vísir/valli Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00