Sjáðu sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2019 16:30 Giannis Antetokounmpo. Getty/Gregory Shamus Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli. NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Nike var ekki lengi að nýta sér fréttir næturinnar þegar Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á nýlokinni leiktíð. Nike setti saman skemmtilegt myndband þar sem er farið yfir ótrúlegan feril hans en fjölskylda hans bjó við sára fátækt í Grikklandi fyrir aðeins átta árum. Hér fyrir neðan má sjá sögu besta leikmanns NBA í nýrri auglýsingu Nike.Fate can start you at the bottom. Dreams can take you to the top. #justdoit Congratulations to the 2019 Kia NBA Most Valuable Player: @Giannis_An34 Watch his story, “I am Giannis,” now in the Nike App: https://t.co/pOyj8Qw4H2#NBAAwards#KiaMVP#giannis#nikepic.twitter.com/I6g3uEgK45 — Nike Basketball (@nikebasketball) June 25, 2019Giannis Antetokounmpo átti magnað tímabil með Milwaukee Bucks en þessi 24 ára gamli Grikki hefur bætt sinn leik á hverju tímabili sínu í NBA-deildinni. Milwaukee Bucks náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni með því að vinna 60 af 82 leikjum sínum. NBA-meistarar Toronto Raptors unnu 58 leiki og Golden State Warriors vann 57 leiki. Giannis var með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik með því að nýta 58 prósent skota sinna og hefur aldrei skilað hærri tölum á ferlinum. Tímabilið á undan var hann með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar í leik.The youngest MVP in eight years. Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo gave an emotional speech after being named the NBA's most valuable player of the 2018-19 season. More: https://t.co/T82Pamh2sQpic.twitter.com/mkaSrWASKs — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2019Það er ekki nóg með að Giannis sé að skila þessum frábæru tölum í sókninni þá er hann einnig einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar. Árið 2017 var Giannis sá leikmaður sem bætti sig mest í deildinni en hann hækkaði þá meðaltölin sín úr 16,9 stigum, 7,7 fráköstum og 4,3 stoðsendingum í leik upp í 22,9 stig, 8,7 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis hefur síðan haldið áfram að hækka meðaltöl sín á síðustu tveimur tímabilum. Giannis Antetokounmpo er fæddur í desember árið 1994 og er því enn bara 24 ára gamall. Hann ætti því að fá tækifæri til að gera enn stærri hluti á sínum ferli.
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira