Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. júní 2019 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun