Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2019 11:43 Nokkuð hefur mætt á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða og telja þeir sem sátu í stjórnlagaráði sig illa svikna. Katrín vill nú kanna hug almennings til stjórnarskrárinnar. visir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samráði við fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og er könnunin liður í því. Ljóst er að talsvert mæðir á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða. Fulltrúar þeir sem sátu í stjórnlagaráði telja margir hverjir að Vinstri grænir séu að drepa málið í dróma í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra sem hefur gert tillögu um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá landsins að umtalsefni og kallar það „yfirgengilegt hneyksli“. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið með könnuninni sé að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort þetta verði til að sefa reiði þeirra sem telja sig illa svikna vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs fóru fyrir lítið, verður að koma í ljós. Stefnt er að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9.–10. nóvember nk. um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25 Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45 Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samráði við fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og er könnunin liður í því. Ljóst er að talsvert mæðir á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða. Fulltrúar þeir sem sátu í stjórnlagaráði telja margir hverjir að Vinstri grænir séu að drepa málið í dróma í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra sem hefur gert tillögu um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá landsins að umtalsefni og kallar það „yfirgengilegt hneyksli“. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið með könnuninni sé að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort þetta verði til að sefa reiði þeirra sem telja sig illa svikna vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs fóru fyrir lítið, verður að koma í ljós. Stefnt er að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9.–10. nóvember nk. um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25 Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45 Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25
Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45
Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31