1912 kaupir meirihluta í Emmessís Helgi Vífill Júlíusson skrifar 26. júní 2019 07:30 Stjórnendur 1912 horfa til þess að Emmessís sé öflugt vörumerki með góðar vörur. vísir/gva 1912, móðurfélag heildsölunnar Nathan & Olsen og Ekrunnar, hefur keypt 56 prósent hlut í Emmessís. Ísgarðar, félag í eigu Pálma Jónssonar, framkvæmdastjóra ísgerðarinnar, seldi hlutinn en hann heldur eftir 35 prósenta hlut. Samkeppniseftirlitið á eftir að blessa kaupin. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 1912 er í eigu Kristínar Fenger Vermundsdóttur og barna hennar, Ara Fenger forstjóra og Bjargar Fenger. Árið 2017 velti samstæðan sjö milljörðum króna og hagnaðist um 217 milljónir króna. Stjórnendur 1912 horfa til þess að Emmessís sé öflugt vörumerki með góðar vörur. Þeir sjá einnig mikil tækifæri í samlegð innan samstæðunnar. Tækifærin í samlegð felast bæði í stoðþjónustu og dreifingu, að því er heimildir herma. Emmessís dreifir til að mynda frystivörurm í verslanir en það gerir Nathan & Olsen einnig. Það bjóði upp á ýmsa möguleika í samstarfi.Ari Fenger, forstjóri 1912.Nathan & Olsen flytur einungis inn ís frá Häagen-Dazs. Heildsalan er því ekki umsvifamikil í sölu á ís og því er talið ólíklegt að Samkeppniseftirlitið muni skerast í leikinn. Þeir sem þekkja vel til á heildsölumarkaði vekja athygli á að Nathan & Olsen hafi umboð fyrir Unilever en keppinauturinn Kjörís flytji inn ís fá fyrirtækinu, þar á meðal ísinn Magnum. Leiða megi líkur að því að stjórnendur 1912 muni reyna að fá umboð til að selja ísinn hér á landi. Unilever framleiðir til að mynda Dove, Knorr og Cif. Athygli vekur að Pálmi keypti 89 prósenta hlut í Emmessís í lok apríl af hópi fjárfesta sem leiddur var af Einari Erni Jónssyni. Um tveimur mánuðum síðar selur hann 56 prósenta hlut til 1912. Faðir Einars Arnar stofnaði Nóatún en afi Pálma stofnaði Hagkaup. Félag á vegum Gyðu Dan Johansen, sem fjárfesti í ísgerðinni á sama tíma og Einar Örn, mun áfram eiga níu prósenta hlut í Emmessís. Rekstur Emmessíss gekk illa árið 2017 en ársreikningur síðasta árs liggur ekki fyrir. Fyrirtækið tapaði 51 milljón króna árið 2017 og eigið fé var neikvætt um 82 milljónir króna. Árið 2016 gekk mun betur en þá hagnaðist fyrirtækið um 48 milljónir króna. Veltan árið 2017 var 923 milljónir króna. Í fréttatilkynningu vegna kaupa Pálma á meirihluta í Emmessís kemur fram að náðst hafi umtalsverður rekstrarbati á síðastliðnu ári og 2019 hafi farið vel af stað. Áætluð EBITDA, það er hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, fyrir 2018 sé 64 milljónir króna. Til samanburðar var EBITDA ársins 2016 46 milljónir króna. Í tilkynningunni sagði að Ísgarðar muni leggja Emmessís til aukið hlutafé. Höfuðkeppinauturinn Kjörís glímdi einnig við áskoranir árið 2017 en þá tapaði félagið 13 milljónum króna. Árið áður hafði það hagnast um 56 milljónir króna. Veltan nam 1,3 milljörðum króna árið 2017. Kjörís stendur fjárhagslega vel. Eigið fé var 405 milljónir króna við árslok 2017 og eiginfjárhlutfallið var 58 prósent. Vert er að nefna í ljósi rekstrarbata Emmessíss á síðastliðnu ári og í ár að samkeppnin í sölu á ís jókst síðastliðið vor þegar tollar á innfluttan ís og frostpinna lækkuðu úr 30 prósentum í 18 prósent. Samhliða lækkaði magntollur á ís úr 110 krónum á kíló í 66 krónur á kíló. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
1912, móðurfélag heildsölunnar Nathan & Olsen og Ekrunnar, hefur keypt 56 prósent hlut í Emmessís. Ísgarðar, félag í eigu Pálma Jónssonar, framkvæmdastjóra ísgerðarinnar, seldi hlutinn en hann heldur eftir 35 prósenta hlut. Samkeppniseftirlitið á eftir að blessa kaupin. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 1912 er í eigu Kristínar Fenger Vermundsdóttur og barna hennar, Ara Fenger forstjóra og Bjargar Fenger. Árið 2017 velti samstæðan sjö milljörðum króna og hagnaðist um 217 milljónir króna. Stjórnendur 1912 horfa til þess að Emmessís sé öflugt vörumerki með góðar vörur. Þeir sjá einnig mikil tækifæri í samlegð innan samstæðunnar. Tækifærin í samlegð felast bæði í stoðþjónustu og dreifingu, að því er heimildir herma. Emmessís dreifir til að mynda frystivörurm í verslanir en það gerir Nathan & Olsen einnig. Það bjóði upp á ýmsa möguleika í samstarfi.Ari Fenger, forstjóri 1912.Nathan & Olsen flytur einungis inn ís frá Häagen-Dazs. Heildsalan er því ekki umsvifamikil í sölu á ís og því er talið ólíklegt að Samkeppniseftirlitið muni skerast í leikinn. Þeir sem þekkja vel til á heildsölumarkaði vekja athygli á að Nathan & Olsen hafi umboð fyrir Unilever en keppinauturinn Kjörís flytji inn ís fá fyrirtækinu, þar á meðal ísinn Magnum. Leiða megi líkur að því að stjórnendur 1912 muni reyna að fá umboð til að selja ísinn hér á landi. Unilever framleiðir til að mynda Dove, Knorr og Cif. Athygli vekur að Pálmi keypti 89 prósenta hlut í Emmessís í lok apríl af hópi fjárfesta sem leiddur var af Einari Erni Jónssyni. Um tveimur mánuðum síðar selur hann 56 prósenta hlut til 1912. Faðir Einars Arnar stofnaði Nóatún en afi Pálma stofnaði Hagkaup. Félag á vegum Gyðu Dan Johansen, sem fjárfesti í ísgerðinni á sama tíma og Einar Örn, mun áfram eiga níu prósenta hlut í Emmessís. Rekstur Emmessíss gekk illa árið 2017 en ársreikningur síðasta árs liggur ekki fyrir. Fyrirtækið tapaði 51 milljón króna árið 2017 og eigið fé var neikvætt um 82 milljónir króna. Árið 2016 gekk mun betur en þá hagnaðist fyrirtækið um 48 milljónir króna. Veltan árið 2017 var 923 milljónir króna. Í fréttatilkynningu vegna kaupa Pálma á meirihluta í Emmessís kemur fram að náðst hafi umtalsverður rekstrarbati á síðastliðnu ári og 2019 hafi farið vel af stað. Áætluð EBITDA, það er hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, fyrir 2018 sé 64 milljónir króna. Til samanburðar var EBITDA ársins 2016 46 milljónir króna. Í tilkynningunni sagði að Ísgarðar muni leggja Emmessís til aukið hlutafé. Höfuðkeppinauturinn Kjörís glímdi einnig við áskoranir árið 2017 en þá tapaði félagið 13 milljónum króna. Árið áður hafði það hagnast um 56 milljónir króna. Veltan nam 1,3 milljörðum króna árið 2017. Kjörís stendur fjárhagslega vel. Eigið fé var 405 milljónir króna við árslok 2017 og eiginfjárhlutfallið var 58 prósent. Vert er að nefna í ljósi rekstrarbata Emmessíss á síðastliðnu ári og í ár að samkeppnin í sölu á ís jókst síðastliðið vor þegar tollar á innfluttan ís og frostpinna lækkuðu úr 30 prósentum í 18 prósent. Samhliða lækkaði magntollur á ís úr 110 krónum á kíló í 66 krónur á kíló.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira