Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júní 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Þannig séu sífellt fleiri íbúðir sem áður voru í heimagistingu nú settar í langtímaleigu eða á sölu. Þá hafi átakið haft jákvæð áhrif í íbúðahverfum þar sem heimagisting hafi verið áberandi en fari nú dalandi.Í fréttum okkar í gær kom fram að átak sem Sýslumanningum á höfuðborgarsvæðinu var falið í fyrra þar sem eftirlit með heimagistingu var aukið hafi borið gríðarlegan árangur. Frá því í september hafi borist 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu og á fimmta hundrað mál séu í meðferð. Þá hafi verið farið í um 400 vettfangsrannsóknir og 420 hafi verið send til skattrannsóknaryfirvalda. Loks hafi skráning á heimagistingu tvöfaldast. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að átakið hafi haft mjög jákvæð samfélagsleg áhrif. „Þetta er að jafna þá samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem eru að skila sínum sköttum og skyldum eins og við gerum kröfu til. Þetta hefur líka áhrif á hverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnurekstri að þar á að sjálfsögðu ekki að vera atvinnurekstur. Þannig að þetta snýst líka um þessi samfélagslegu þolmörg ferðaþjónustunnar,“ segir Þórdís. Þetta hafi einnig haft afar jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn þannig að framboð á húsnæði í langtímaleigu og sölu sé nú meira en áður. „Við erum að sjá íbúðir annað hvort fara í langtímaleigu eða í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum. Þannig að ávinningurinn er margvíslegur þannig að nú skiptir máli að undirbyggja þann árangur og því erum við að viðhalda fjármunum í eftirlit með heimagistingu og erum líka búin að breyta lögum til að geta með enn betri hætti tekið á þessu,“ segir ráðherrann.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30