Barnaverndarnefndum mögulega fækkað eða þær lagðar niður Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 18:30 Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira