Barnaverndarnefndum mögulega fækkað eða þær lagðar niður Sighvatur Jónsson skrifar 27. júní 2019 18:30 Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Til greina kemur að fækka eða leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd segir félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason. Nýtt upplýsingakerfi um velferð barna á að tryggja skilvirkari viðbrögð vegna ofbeldisbrota gegn börnum. Ráðherra segir nýlegar upplýsingar um að 16% barna hér á landi verði fyrir ofbeldi hafa komið stjórnvöldum á óvart. Tilraunaverkefni um þróun upplýsingakerfis um velferð barna á Íslandi var hleypt af stokkunum í dag. Hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect kemur að verkefninu ásamt Kópavogsbæ og UNICEF á Íslandi.Skrifað var undir samstarfssamninginn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Vísir/SighvaturFramkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Bergsteinn Jónsson, segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknaði í tengslum við innleiðingu Kópavogsbæjar á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir okkur að bæta gagnaöflun fyrir börn. Stundum er hún vanrækt, sérstaklega í efnameiri ríkjum. Stundum eigum við miklu meiri tölfræði um börn í fátækari ríkjum,“ segir Bergsteinn. Ásmundur Einar, barna- og félagsmálaráðherra, vísar til nýlegra frétta frá UNICEF á Íslandi um að 16% barna á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.Stjórnvöld höfðu ekki upplýsingar um þetta. Ráðherra segir verkefnið í takti við grundvallarbreytingar á þjónustu við börn. „Eitt af því sem þar er verið að skoða er einmitt að fækka eða jafnvel leggja niður barnaverndarnefndir í núverandi mynd. Öll sú grundvallarhugsun og breyting sem er í gangi miðar að því að grípa fyrr inn í og hún miðar að því að við höfum þá grunnupplýsingar sem við erum að setja af stað þróun við hér í dag,“ segir Ásmundur Einar.Yfirsýn stofnana og sérfræðinga Upplýsingakerfið hýsir viðkvæmar upplýsingar um börn. Því er ætlað að tryggja að stofnanir og sérfræðingar hafi yfirsýn og viðbrögð verði þannig skilvirkari en ella. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir eitt af verkefnunum vera að finna út hvernig hvetja eigi til skráninga án þess að ýta undir það að of miklar upplýsingar um börn verði skráðar í kerfið. „Sem dæmi verður að passa að leikskólar skrái uppákomur sem eru alvarlegar. En það hefur verið reynslan að leikskólastigið skráir mjög lítið vegna nálægðar við foreldra sem er skiljanlegt. Þannig að við erum að reyna að hjálpa til að tryggja að börnin verði sem mest örugg í öllu umhverfi og að við getum gripið inn í sem fyrst,“ segir Þorbjörg Helga.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira