Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júní 2019 22:00 Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“ Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“
Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30