Mayweather hefur nú birt örstutt myndskeið frá heimsókn sinni í Lónið þar sem hann horfir, hettupeysuklæddur, yfir baðgesti.
Blue Lagoon.
Iceland pic.twitter.com/zHdh3Rh3SW
— Floyd Mayweather (@FloydMayweather) June 27, 2019
Mayweather hefur verið dæmdur í fjórgang fyrir ofbeldi gegn konum. Árið 2011 var Mayweather dæmdur í 90 daga fangelsi auk fjársekta og samfélagsþjónustu fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi, þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað eigin börnum.