Notaði Google Translate til að segjast ætla að sprengja spítalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:12 Lögregla ræddi við manninn á slysadeild. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á slysadeild um klukkan fimm síðdegis í gær vegna manns sem hafði, með aðstoð þýðingarforritsins Google Translate, gefið í skyn að hann ætlaði að sprengja spítalann. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum en hann hafi ekki viljað kannast við sprengjuhótunina. Ekki fást frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu og þá hefur ekki náðst í lögreglu vegna málsins í morgun. Þá var tilkynnt um nokkra menn sem áttu í deilum í bílastæðahúsi í miðbænum klukkan fimm í gær og var einn þeirra sagður vera með piparúða. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að nota piparúða á einn manninn. Enginn hlutaðeigandi vildi þó tjá sig um hvað hafði gerst eða þiggja aðstoð Um klukkan þrjú í nótt hafði lögregla svo afskipti af manni sem vann skemmdarverk á bráðamóttöku Landspítalans. Hann kvaðst vera ósáttur við biðina eftir þjónustu. Þá var tilkynnt um menn að slást við Kópavogslaug upp úr miðnætti. Lögreglan fór á staðinn og ræddi þar við einn aðilann sem greinilega hafði verið í slagsmálum, með blóðnasir og ber að ofan. Hann vildi þó lítið tjá sig um hvað hafði gerst. Um klukkan eitt eftir miðnætti var ökumaður handtekinn í Breiðholti grunaður um að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna. Síðar kom einnig í ljós að hann hafði að öllum líkindum tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Hann gistir fangageymslu. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í skóla í Árbænum um tíuleytið í gærkvöldi. Þar var m.a. búið að brjótast inn í vinnuskúr og aka gröfu um svæðið. Einnig hafði vörubifreið verið ekið á girðingu. Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á slysadeild um klukkan fimm síðdegis í gær vegna manns sem hafði, með aðstoð þýðingarforritsins Google Translate, gefið í skyn að hann ætlaði að sprengja spítalann. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum en hann hafi ekki viljað kannast við sprengjuhótunina. Ekki fást frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu og þá hefur ekki náðst í lögreglu vegna málsins í morgun. Þá var tilkynnt um nokkra menn sem áttu í deilum í bílastæðahúsi í miðbænum klukkan fimm í gær og var einn þeirra sagður vera með piparúða. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að nota piparúða á einn manninn. Enginn hlutaðeigandi vildi þó tjá sig um hvað hafði gerst eða þiggja aðstoð Um klukkan þrjú í nótt hafði lögregla svo afskipti af manni sem vann skemmdarverk á bráðamóttöku Landspítalans. Hann kvaðst vera ósáttur við biðina eftir þjónustu. Þá var tilkynnt um menn að slást við Kópavogslaug upp úr miðnætti. Lögreglan fór á staðinn og ræddi þar við einn aðilann sem greinilega hafði verið í slagsmálum, með blóðnasir og ber að ofan. Hann vildi þó lítið tjá sig um hvað hafði gerst. Um klukkan eitt eftir miðnætti var ökumaður handtekinn í Breiðholti grunaður um að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna. Síðar kom einnig í ljós að hann hafði að öllum líkindum tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Hann gistir fangageymslu. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í skóla í Árbænum um tíuleytið í gærkvöldi. Þar var m.a. búið að brjótast inn í vinnuskúr og aka gröfu um svæðið. Einnig hafði vörubifreið verið ekið á girðingu.
Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira