Eftirtektarsamir nágrannar vöktu íbúa í brennandi húsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. júní 2019 09:14 Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Íbúum hússins varð ekki meint af þökk sé eftirtektarsömum nágrönnum sem náðu að vekja íbúana í tæka tíð. Þetta segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sem ræddi við fréttamann á vettvangi. „Við fengum tilkynningu um eld í þessu húsi hérna við hliðina á okkur og við sendum reykkafara inn. Það var eldur í einu rými þarna. Það leit út fyrir að eldur væri kominn í þakið en við náðum að slökkva eldinn tiltölulega fljótt í þessu eina rými og nú erum við að reykræsta húsið og að ganga úr skugga um að enginn eldur sé enn til staðar,“ segir Ari Jóhannes. Húsið, sem stendur á horni Stýrimannastígs og Ránargötu er timburhús að hluta. „Já, fyrsta hæðin er steypt og svo er timburhús ofan á og það er alltaf hætta þegar timburhús eru annars vegar,“ segir Ari Jóhannes. „Nú erum við bara komnir í að reykræsta húsið og vonandi er þetta bara að klárast.“ Íbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna úr görðum og gangstéttinni. Lögreglan hefur þó girt vettvanginn af.Fréttin var síðast uppfærð kl. 10:07Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Kolbeinn TumiMinnst tveir sjúkrabílar eru á vettvangi en talið er að enginn sé innandyra.Vísir/Kolbeinn TumiÍbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna.Vísir/Kolbeinn TumiVísir/Kolbeinn TumiAllt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út.Vísir/Kolbeinn Tumi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Íbúum hússins varð ekki meint af þökk sé eftirtektarsömum nágrönnum sem náðu að vekja íbúana í tæka tíð. Þetta segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sem ræddi við fréttamann á vettvangi. „Við fengum tilkynningu um eld í þessu húsi hérna við hliðina á okkur og við sendum reykkafara inn. Það var eldur í einu rými þarna. Það leit út fyrir að eldur væri kominn í þakið en við náðum að slökkva eldinn tiltölulega fljótt í þessu eina rými og nú erum við að reykræsta húsið og að ganga úr skugga um að enginn eldur sé enn til staðar,“ segir Ari Jóhannes. Húsið, sem stendur á horni Stýrimannastígs og Ránargötu er timburhús að hluta. „Já, fyrsta hæðin er steypt og svo er timburhús ofan á og það er alltaf hætta þegar timburhús eru annars vegar,“ segir Ari Jóhannes. „Nú erum við bara komnir í að reykræsta húsið og vonandi er þetta bara að klárast.“ Íbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna úr görðum og gangstéttinni. Lögreglan hefur þó girt vettvanginn af.Fréttin var síðast uppfærð kl. 10:07Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Kolbeinn TumiMinnst tveir sjúkrabílar eru á vettvangi en talið er að enginn sé innandyra.Vísir/Kolbeinn TumiÍbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna.Vísir/Kolbeinn TumiVísir/Kolbeinn TumiAllt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út.Vísir/Kolbeinn Tumi
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira