„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:51 Lyfinu fylgja alls kyns aukaverkanir. Karl Tapales/Getty Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna. Lyf Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna.
Lyf Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira