„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:51 Lyfinu fylgja alls kyns aukaverkanir. Karl Tapales/Getty Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna. Lyf Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira
Íslensk kona notaði „barbí lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist „skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land. Ólöglegt brúnkulyf, Melanotan, gengur kaupum og sölum á svörtum markaði á Íslandi. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að lyfið örvi húðfrumur til að mynda litarefni og verður þá húðin sólbrún án sólar. Læknar hafa áhyggjur af því að lyfið geti valdið húðkrabbameini en borið hefur á því að ungt fólk noti lyfið í þeim tilgangi að verða sólbrúnt. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir segir í Morgunblaðinu, lyfið, sem er oft kallað „barbí lyfið“ hafa víðtæk áhrif. Því fylgi aukaverkanir sem þykja mjög eftirsóknarverðar. Fullyrt er að matarlyst minnki vegna ógleði sem gerir það að verkum að fólk grennist þá örvast kynhvöt þeirra sem nota lyfið. Fréttastofa Vísis náði tali af 27 ára gamalli íslenskri konu sem kveðst hafa sprautað sig með lyfinu til að koma í veg fyrir sólarexem og bruna. Hún er með mjög ljósa húð og hafði alltaf brennst í sól áður en hún prófaði lyfið. „Ég gerði þetta því ég var að fara til sólarlanda, ég er með sólarofnæmi og fæ sólarexem. Ég nennti ekki að þurfa að liggja inni eða í skugganum alla ferðina.“ „Ég frétti af lyfinu í gegnum vinkonu mína. Mamma hennar hafði keypt lyfið í apóteki í Tælandi fyrir bróður hennar sem er með mjög ljósa húð og fær sólarexem þegar hann liggur í sól, rétt eins og ég,“ segir hún. Hún segist hafa sprautaði lyfinu í magann á sér reglulega í tvær vikur áður en hún fór út en sá engan litamun á húðinni fyrr en í sól var komið. Hún kveðst hafa notað 30 og 50 SPF sólarvörn alla ferðina, sem hafði aldrei áður komið í veg fyrir að hún brenni. Hún hafi orðið sólbrún í fyrsta sinn og ekki fengið exem. Konan tekur undir með Jennu Huld um aukaverkanirnar sem fylgja lyfinu og bætti við að hún hafi verið með stöðugan pirring í líkamanum sem veitti þá tilfinningu að henni fannst hún alltaf þurfa að teygja úr sér. „Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf, manni líður mjög skringilega þegar maður notar það. Ég fékk alls konar nýja fæðingarbletti og fór strax til húðlæknis þegar ég kom heim,“ segir konan. Læknirinn sá ekkert í blettunum en hvatti hana til að koma aftur innan sex mánaða til að rannsaka þá betur.Engin töfralausn við sólarexemi Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir varar við notkun lyfsins. Engar rannsóknir benda til að það geti komið í veg fyrir bruna eða sólarexem. Hún segir efnið ólöglegt enda hefur neysla efnisins sýnt fram á að efnið, sem örvar litafrumur húðarinnar, geti haft þær afleiðingar í för með sér að frumurnar stökkbreytist í illkynja frumur sem geta þróast yfir í sortuæxli. Ragna segir enga töfralausn vera við sólarexemi en segir lækna geta tekist á við það á öruggan máta. „Fólk getur leitað til húðlækna og farið í sérstök ljós sem herða húðina áður en farið er í sól. Einnig er hægt að fá stera í töflu og kremformi til bera á exemið,“ segir Ragna.
Lyf Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira