Lífið

Kom fram í hnífstunguvesti eftir Banksy

Sylvía Hall skrifar
Vestið hefur vakið mikla athygli.
Vestið hefur vakið mikla athygli. Instagram
Rapparinn Stormzy kom fram á Glastonbury hátíðinni í gær, íklæddur hnífstunguvesti skreyttu með fána Bretlands. Vestið er hannað af listamanninum Banksy.

Banksy sjálfur birti mynd af rapparanum á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hann segist hafa hannað hnífstunguvesti og hugsað: „Hver gæti mögulega klæðst þessu?“. Svarið kom fljótlega og var það rapparinn og Íslandsvinurinn Stormzy.



 
 
 
View this post on Instagram
. I made a customised stab-proof vest and thought - who could possibly wear this? Stormzy at Glastonbury.

A post shared by Banksy (@banksy) on Jun 29, 2019 at 6:41am PDT



Stormzy sjálfur birtir mynd af sér í vestinu og fer fögrum orðum um listamanninn. Hann segir Banksy vera stórkostlegasta listamann jarðarinnar og lofsamar þar einnig tónlistarmenn sem komu fram með honum á hátíðinni.



 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by @stormzy on Jun 29, 2019 at 8:15am PDT


Tengdar fréttir

Stormzy stjarna Brit-verðlaunanna

Stormzy var valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.