Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins

Vélin var komin í stæði á Keflavíkurflugvelli um klukkan 19:40 í gærkvöldi og voru síðustu farþegar komnir út um tollsal um klukkan 21.
Í tilkynningu frá Isavia segir að öryggisleitin gangi vanalega fljótt fyrir sig en í gærkvöldi tók leitin þó lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum.
Leikmenn landsliðs Tyrklands kvörtuðu undan seinagangi við öryggisleitin og sögðu hana hafa tekið um þrjá tíma þar sem leitað ítarlega og endurtekið í farangri þeirra.
Hafa tyrknesk stjórnvöld kvartað formlega undan þessu og er utanríkisráðuneytið nú með málið til skoðunar.
Yfirlýsingu Isavia má sjá hér fyrir neðan:
Vegna frétta af komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til Ísland er rétt að árétta að brottfararflugvöllur landsliðshópsins í Tyrklandi er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði, eða One Stop Security, sem gildir fyrir flugvelli í ríkjum ESB og á EES-svæðinu eða í þeim löndum sem gert hafa sérstaka samninga um það. Isavia er því skylt að framkvæma öryggisleit á öllum farþegum sem koma frá slíkum flugvöllum. Íslenskir farþegar, svo og farþegar allra annarra þjóða sem koma frá flugvöllum utan One Stop Security þurfa að fara í gegnum sama ferli.
Öryggi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll er eitt af grunngildum Isavia og öryggisreglur þær sem fylgt er á flugvellinum eru settar á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga. Af þeim sökum eru Isavia ekki í neinni stöðu til að gefa undantekningar frá þessum mikilvægu reglum.
Öryggisleitin gengur vanalega fljótt fyrir sig en í gærkvöldi tók leitin þó lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum.
Ferlið gekk þó fljótt fyrir sig. Flugvél tyrkneska liðsins kom í stæði á Keflavíkurflugvelli um kl. 19:40 í gærkvöld og voru síðustu farþegar komnir út um tollsal um kl. 21. Ferlið í heild sinni hefur því tekið um 80 mínútur.
Tengdar fréttir

Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt
Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi.

Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ.

Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“
KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun.

Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli
Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.

Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya
Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja.

Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík
Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar.

Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum.

Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“
Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi.