Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 06:15 Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir/JóiK Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira
Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39