Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 17:40 Að sögn slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar er mikilvægt að fólk hugi bæði að sér og nágrannanum þegar eldhætta er svona mikil. Vísir/Pjetur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim. Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Langvarandi þurrkar á Vesturlandi og hlýnandi veðurfar valda viðbragðsaðilum töluverðum áhyggjum. Gróðureldahættan hefur aukist undanfarin ár en þetta kom fram í áhættuskoðun almannavarna árið 2011. Hlýnandi veðurfar, breytingar í landbúnaði og aukin skógrækt eru helstu þættir í því að hættan hefur aukist. Samkvæmt veðurspá er ekki úrkoma í kortunum næstu vikuna en áframhaldandi hlýindi líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Því er fólk beðið um að sýna aðgát með opin eld og eldunartæki á gróðursælum svæðum, sérstaklega í Skorradal.Fólk hugi að sér og nágrannanum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir stöðuna vera sambærilega og annars staðar á landinu. Mikill þurrkur er á svæðinu eftir blíðuna undanfarnar vikur og ekki rigningardropi fallið á svæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk sé á tánum og fari varlega við meðferð eldfæra. „Það verða allir að leggjast á eitt og gæta að sjálfum sér og nágrannanum. Ef eitthvað er óeðlilegt hjá nágrannanum í svona sumarhúsahverfum þá á bara að skipta sér af því,“ segir Bjarni í samtali við Vísi enda þurfi lítið til að stórslys verði ef eldur breiðist út á gróðursælum svæðum. „Það þurfa allir að passa upp á þetta, sérstaklega að börn eða unglingar séu ekki að fikta með eldfæri,“ segir Bjarni. Hann hvetur fólk til þess að gæta ítrustu varúðar og leggur áherslu á að fólk sé ekki að nota einnota grill þar sem mikil eldhætta fylgi þeim.
Almannavarnir Borgarbyggð Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent