Sorgarhelgi Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 12. júní 2019 08:15 Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var. Þegar slysin dynja yfir eiga margir um sárt að binda. Persónur kveðja, önnur liggja slösuð og ástvinir þjást og syrgja. Við hugsum líka til þeirra sem mæta fyrst á vettvang eftir að allt er breytt og fá það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður. Þau eru fólkið sem fyrst áttar sig á því sem orðið er. Þetta fólk fær það verkefni að halda ró sinni við erfiðar aðstæður, sýna algera yfirvegun og starfa sem einn maður í þágu vonarinnar. Eitt augnablik birtist fregnin í fjölmiðlum og við finnum til. En þau sem eiga hliðstæða reynslu finna hvernig sárin opnast hið innra og gamall sársauki minnir á sig. Á svona dögum er ég alltaf svo þakklát að búa í litlu landi þar sem áföllin verða svo miklu meira en frétt þegar samkenndin kemur eins og hlýr andvari, sorginni er deilt og engum stendur á sama. Það er rétt sem sagt er, að léttar raunir eru málgefnar en þungar sorgir þöglar. Samt verðum við að tala um flugslysið við Múlakot og ekki síst við unga fólkið okkar því við finnum öll til. Ég bið þess að himneskir og jarðneskir englar umvefji þau sem látin eru, þau sem eru slösuð og þau öll sem hafa misst. Einnig hugsum við til viðbragðsaðilanna allra sem hafa lagt mikið af mörkum og gert sitt besta. Öll slys af þessu tagi búa í minni þjóðarinnar líkt og ör á þjóðarlíkamanum. Hvítasunnuhelgin 2019, með blíðviðri sínu og sól, verður um ókomna tíð sorgarhelgi í minni þjóðarinnar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar