Heitir hálfri milljón í fundarlaun fyrir GPS-diska Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 15:43 Svona líta diskarnir út. Jóhannes hefur heitið hálfri milljón í fundarlaun og skorar á alla sem upplýsingar hafa um málið að koma ábendingum þar um til lögreglunnar. „Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“ Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
„Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“
Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira