Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 17:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í gær. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi. „Þess vegna er það mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að bæta umferðaröryggi með eins afgerandi hætti og atkvæðagreiðslan bar með sér,“ segir Sigurður Ingi. Á meðal þeirra breytinga sem lögin fela í sér er að hjálmskylda á reiðhjóli verður til 16 ára í stað 15 ára áður. Þá var samþykkt að ef bifreið er ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri. Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður síðan heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Í nýjum umferðarlögum er þannig kveðið á um eftirfarandi: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnkar svo einnig með nýjum umferðarlögum en það fer úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til tillagna umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002 til 2012. „Í breytingunni felst sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman,“ segir í greinargerð. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi. „Þess vegna er það mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að bæta umferðaröryggi með eins afgerandi hætti og atkvæðagreiðslan bar með sér,“ segir Sigurður Ingi. Á meðal þeirra breytinga sem lögin fela í sér er að hjálmskylda á reiðhjóli verður til 16 ára í stað 15 ára áður. Þá var samþykkt að ef bifreið er ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri. Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður síðan heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Í nýjum umferðarlögum er þannig kveðið á um eftirfarandi: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnkar svo einnig með nýjum umferðarlögum en það fer úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til tillagna umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002 til 2012. „Í breytingunni felst sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman,“ segir í greinargerð.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00