Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 17:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í gær. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi. „Þess vegna er það mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að bæta umferðaröryggi með eins afgerandi hætti og atkvæðagreiðslan bar með sér,“ segir Sigurður Ingi. Á meðal þeirra breytinga sem lögin fela í sér er að hjálmskylda á reiðhjóli verður til 16 ára í stað 15 ára áður. Þá var samþykkt að ef bifreið er ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri. Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður síðan heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Í nýjum umferðarlögum er þannig kveðið á um eftirfarandi: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnkar svo einnig með nýjum umferðarlögum en það fer úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til tillagna umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002 til 2012. „Í breytingunni felst sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman,“ segir í greinargerð. Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. Ráðherrann segir á Facebook-síðu sinni unnið hafi verið að nýjum umferðarlögum af framkvæmdarvaldsins síðastliðin tólf ár og að þau hafi verið lögð fram fjórum sinnum á Alþingi án þess að hljóta brautargengi. „Þess vegna er það mjög gleðilegt að sjá það gerast að allur þingheimur sé sammála því að bæta umferðaröryggi með eins afgerandi hætti og atkvæðagreiðslan bar með sér,“ segir Sigurður Ingi. Á meðal þeirra breytinga sem lögin fela í sér er að hjálmskylda á reiðhjóli verður til 16 ára í stað 15 ára áður. Þá var samþykkt að ef bifreið er ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metri. Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður síðan heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Í nýjum umferðarlögum er þannig kveðið á um eftirfarandi: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnkar svo einnig með nýjum umferðarlögum en það fer úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til tillagna umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002 til 2012. „Í breytingunni felst sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman,“ segir í greinargerð.
Alþingi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Lögreglan þarf 500 milljónir í auka fjárframlög ef frumvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, sem muni kalla á aukin útgjöld 18. apríl 2019 19:00