Innlent

Miðflokkurinn einn á móti afnámi skemmtanabanns á helgidögum

Kjartan Kjartansson skrifar
Dómkirkjan í Reykjavík. Áfram er kveðið á um friðhelgi helgihalds þjóðkirkjunnar í lögunum.
Dómkirkjan í Reykjavík. Áfram er kveðið á um friðhelgi helgihalds þjóðkirkjunnar í lögunum.
Skemmtanahald verður ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar með breytingum á lögum um helgidagafrið sem samþykktar voru á Alþingi í gær. Allir þingmenn Miðflokksins voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn breytingunum.

Ákvæði laganna sem bönnuðu skemmtanir og settu takmarkanir á rekstur verslana á helgidögum þjóðkirkjunnar voru afnumin með frumvarpinu sem var samþykkt með 44 atkvæðum gegn níu á Alþingi.

Af þeim níu þingmönnum sem voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna voru sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tveir úr Framsóknarflokki. Einn þingmaður Vinstri grænna var með skráða fjarvist.

Þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum greiddu öll atkvæði gegn frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×