Körfubolti

Durant sleit hásin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant leikur ekki körfubolta næstu mánuðina.
Durant leikur ekki körfubolta næstu mánuðina. vísir/getty
Kevin Durant sleit hásin í fimmta leik Golden State Warriors og Toronto Raptors í úrslitum NBA-deildarinnar í gær.

Durant sneri aftur í lið meistaranna á þriðjudaginn eftir rúmlega mánaðar fjarveru vegna kálfameiðsla. Hann hafði ekkert leikið með Golden State síðan í leik fimm gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 8. maí.

Durant var í byrjunarliði Golden State í leiknum í gær en meiddist í 2. leikhluta. Óttast var að meiðslin væru alvarleg og sú var raunin. Durant gekkst undir aðgerð í dag.

Golden State vann leikinn á þriðjudaginn, 105-106, og minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu í 3-2. Liðin mætast í sjötta sinn á heimavelli Golden State aðfaranótt föstudags. Vinni meistararnir ráðast úrslitin í oddaleik.

Durant skoraði 32,3 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann varð meistari með Golden State 2017 og 2018 og var valinn besti leikmaður úrslitanna í bæði skiptin.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×