Tilbúinn að taka við upplýsingum um mótframbjóðanda þó þær komi frá erlendum ríkisstjórnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 11:26 Bandaríkjaforseti hefur aldrei hringt í alríkislögregluna. WH/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mögulega vera reiðubúinn að taka við upplýsingum frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðanda sinn í forsetakosningum Bandaríkjanna á næsta ári. Ekki sé víst að hann myndi láta bandarísku alríkislögregluna, FBI, vita ef hann fengi tilboð um að nálgast slíkar upplýsingar, þrátt fyrir það mikla fár í kringum samskipti framboðs hans við Rússa í aðdraganda kosninganna 2016. Í viðtali við bandaríska miðilinn ABC sagðist Trump vera opinn fyrir því að taka við upplýsingum sem gætu komið höggi á andstæðing hans í kosningunum, þrátt fyrir að þær kæmu frá ríkisstjórnum erlendra ríkja. Hann sagði ólíklegt að hann kynni að hafa samband við FBI vegna slíks máls, en honum gæti þó hugnast að gera bæði. Það er, taka við upplýsingunum og láta alríkislögregluna vita af afskiptum erlendra aðila af kosningunum.EXCLUSIVE: Pres. Trump tells @GStephanopoulos he wouldn't necessarily alert the FBI if approached by foreign figures with information on his 2020 opponent: "It’s not an interference. They have information. I think I’d take it." https://t.co/yWRxMOaFqWpic.twitter.com/qwLw53s5yc — ABC News (@ABC) June 12, 2019 „Ég held að maður gæti viljað hlusta, það er ekkert að því að hlusta. Ef einhver hringdi frá öðru landi, til dæmis Noregi, [og segði] „ég er með upplýsingar um andstæðing þinn,“ þá held ég að ég myndi vilja heyra meira,“ sagði Trump í viðtalinu þar sem hann hafnaði því að hægt væri að líta á upplýsingar um mótframbjóðanda sinn, sem komnar væru frá erlendri ríkisstjórn, sem afskipti erlendra aðila af kosningunum. „Það eru ekki afskipti, þeir [erlendir aðilar] eru með upplýsingar. Ég held að ég myndi taka þeim,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi mögulega hafa samband við alríkislögregluna ef hann teldi „eitthvað vera að,“ en fór þó ekki nánar út í hvað það merkti í hans huga að eitthvað væri í slíkum tilfellum. Hann sagði einnig að allir þingmenn Bandaríkjanna léku svipaðan leik í kosningabaráttu sinni. „Þegar þú talar hreinskilnislega við þingmenn kemstu að því að þeir gera þetta allir, og hafa alltaf gert. Þannig er það bara. Þetta kallast að rannsaka andstæðinginn.“ Trump beindi athyglinni að syni sínum, Donald Trump yngri, sem eins og frægt er orðið fundaði með fulltrúa rússneskra yfirvalda í því skyni að verða framboði föður síns mögulega úti um upplýsingar sem gætu komið höggi á Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016.Donald Trump Jr.Leigh Vogel/Getty„Einhver kemur til þín og segist vera með upplýsingar um andstæðing þinn, hringir þú þá í alríkislögregluna?“ spurði Trump í því samhengi. „Ég skal segja þér það, ég hef séð margt í gegn um ævina. Ég hef aldrei hringt í alríkislögregluna í lífi mínu. Maður hringir ekkert í alríkislögregluna. Þú rekur einhvern út af skrifstofunni þinni, þú gerir það sem þú gerir. Góði besti, lífið virkar ekki þannig,“ sagði Trump við blaðamanninn George Stephanopoulos. Stephanopoulos benti Trump á að forstjóri alríkislögreglunnar, Christopher Wray, hefði í síðasta mánuði sagt í vitnisburði fyrir Bandaríkjaþingi að alríkislögreglan myndi vilja vita um hvers kyns tilraunir erlendra aðila til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Forstjóri alríkislögreglunnar hefur rangt fyrir sér,“ sagði Trump þá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira