Voru aðeins 31% með boltann í besta hálfleiknum í langan tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2019 21:45 Íslendingar unnu sanngjarnan sigur á Tyrkjum á þriðjudaginn. vísir/daníel þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var aðeins 31% með boltann í fyrri hálfleiknum í sigrinum á Tyrklandi, 2-1, á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2020 á þriðjudaginn. Ísland lék afar vel í fyrri hálfleiknum og frammistaðan var ein sú besta sem liðið hefur sýnt í langan tíma. Íslendingar voru mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en Tyrkir og hefðu hæglega getað skorað fleiri en tvö mörk. Tyrkir voru reyndar miklu meira með boltann í fyrri hálfleik, 69% gegn 31% hjá Íslendingum, samkvæmt úttekt tölfræðiveitunnar InStat. Tyrkland átti 310 sendingar í fyrri hálfleik og 256 þeirra heppnuðust. Á meðan átti Ísland aðeins 144 sendingar. Af þeim heppnuðust 104. Íslenska liðið átti hins vegar sjö skot í fyrri hálfleik, þar af fimm á markið. Á meðan átti tyrkneska liðið aðeins tvö skot og annað þeirra fór í markið.Jóhann Berg á ferðinni. Hann lagði fyrra mark Íslands upp.vísir/daníel þórFyrsti stundarfjórðungurinn var tíðindalítill. Tyrkir voru þá 68% með boltann en áttu ekkert skot að íslenska markinu. Íslendingar áttu hins vegar eitt skot á fyrstu 15 mínútum leiksins. Besti kafli Íslands kom um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland var þá 40% með boltann og átti fjögur skot gegn engu Tyrklands. Bæði mörk Íslendinga komu á þessum kafla. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 21. mínútu og bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Síðasta stundarfjórðung fyrri hálfleik einokuðu Tyrkir boltann (76%) og komu sér inn í leikinn með marki Dorukhan Toköz á 40. mínútu.Jón Daði lét hafa fyrir sér í framlínu Íslands.vísir/daníel þórÍ seinni hálfleik voru Tyrkir áfram meira með boltann (61%) en allar sendingarnar skiluðu aðeins fimm skotum. Tvö þeirra fóru á markið og varði Hannes Þór Halldórsson þau bæði. Líkt og fyrri hálfleik átti Ísland sjö skot í þeim seinni. Skotin voru því 14 í heildina, helmingi fleiri en Tyrkland átti. Tyrkland átti alls 488 heppnaðar sendingar í leiknum gegn 223 sendingum Íslands. Það hafði þó lítið að segja á endanum og leikurinn á þriðjudaginn var enn eitt dæmi þess að íslenska liðið þarf ekki að vera mikið með boltann til að spila vel og náð góðum úrslitum. Ísland og Tyrkland eru bæði með níu stig í H-riðli undankeppninnar, líkt og heimsmeistarar Frakklands.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Ísland gæti sloppið við fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar Íslenska karlalandsliðið gæti leikið í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. 13. júní 2019 22:00