Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 12:30 Formaður Bændasamtaka Íslands segir mikilvægt að Matvælastofnun geri skimun sem þessa. Vísir/Getty Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts. Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts.
Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira