Ekki samið um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 16:03 Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir á Alþingi en myndin er tekin á fundi í morgun þegar einnig var verið að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku. Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. Þingfundi mun svo verða frestað fram yfir helgi. Allt stefndi í að samið yrði um þinglok í gær en samningaviðræðurnar sigldu í strand þegar Sjálfstæðismenn höfnuðu drögum að samkomulagi við Miðflokkinn. Ástæðan er vantraust Sjálfstæðismanna í garð Miðflokksins sem treysta því ekki að flokkurinn muni standa við samkomulag ef og þegar af því verður. Samkvæmt drögunum sem lágu fyrir í gær átti að fresta umræðum um þriðja orkupakkann til síðsumars og átti þá taka nokkra daga í málið. Kveðið var á um skipun fimm manna sérfræðingahóps í tengslum við afgreiðslu á þriðja orkupakkanum. Samkvæmt heimildum Vísis þótti Sjálfstæðismönnum ýmislegt of óljóst varðandi skipun hópsins, til dæmis það hvernig skipa ætti í hann, hvað viðfangsefni hans ætti að vera og hvað gera ætti við niðurstöðurnar. Vildi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skýra betur orðalag í samkomulaginu og negla fastar niður það sem verið væri að semja um. Óformleg samtöl hafa verið í dag um hvernig ljúka megi þingi en þær engum árangri skilað. Þingi mun því ekki ljúka á morgun eins og stefnt hafði verið að í gær heldur mun þingið halda áfram fram í næstu viku.
Alþingi Tengdar fréttir Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04