Jón Steinar segir rektor HR fara með tilhæfulausar dylgjur í réttarsal Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2019 19:06 Jón Steinar segir Ara Kristinn rektor fara fram með ósannaðan rógburð á hendur Kristni Sigurjónssyni. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur hvar hann hafði starfað sem lektor, segir Ara Kristinn Jónsson rektor skólans, hafa farið fram með tilhæfulausar dylgjur og ósannaðar ásakanir á hendur Kristni í réttarsal.Aðalmeðferð í máli Kristins á hendur skólanum var í vikunni. Kristinn stefnir HR vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn en honum var sagt upp störfum í kjölfar ummæla sem hann lét falla í Facebookhópnum Karlmennskuspjallið. Málið hefur vakið mikla athygli.Algerlega ósannaðar sakir á hendur KristniJón Steinar hefur ritað grein sem Vísir birtir en þar fer hann hörðum orðum um framgöngu Ara Kristins í réttarsal. Ari Kristinn á, samkvæmt Jóni Steinari, að hafa dylgjað um að í ummælum hans hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Kristinn hafi gegnt starfi sínu með sóma undanfarna áratugi og athugasemdalaust. Og rektor gerði gott betur, að sögn Jóns Steinars. „Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar.Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni.“ Reynt að skaða Kristinn enn frekar Jón Steinar segir það auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. „Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á. Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni.“ Lögmaðurinn telur einsýnt að forsvarsmenn skólans séu að leita eftiráskýringa til að réttlæta brottreksturinn. Pistillinn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40 Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um mál Kristins Sigurjónssonar á hendur HR en hann segir rektor skólans hafa farið staðlausa stafi í réttarsalnum.gagngert til að koma höggi á skjólstæðing sinn. 15. júní 2019 18:40
Átti alls ekki von á því að vera rekinn frá HR í kjölfar ummæla á Karlmennskuspjallinu Aðalmeðferð í máli Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, gegn skólanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. júní 2019 13:00