Lífið

Rúrik sígur niður fyrir milljónina á Instagram

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stjörnuparið Rúrik og Nathalia við Como-vatn um helgina.
Stjörnuparið Rúrik og Nathalia við Como-vatn um helgina. Instagram/@rurikgislason
Rúrik Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu hefur sigið niður fyrir milljón fylgjendur á Instagram en hann er nú með um 999 þúsund fylgjendur, sem verður þó að teljast ansi álitlegur fjöldi.

Rúrik náði mest um 1,3 milljón fylgjenda, og varð á tímabili vinsælasti Íslendingurinn á Instagram, en hann kleif hratt upp vinsældastigann á samfélagsmiðlum eftir að hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í fyrra. Það vakti einmitt sérstaka athygli fjölmiðla þegar hann rauf milljón fylgjenda múrinn á sínum tíma, sem aðeins fáeinir Íslendingar geta státað sig af.

Sjá einnig: Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn



Rúrik er um þessar mundir staddur við Como-vatn á Ítalíu í brúðkaupi landsliðsfélaga síns Gylfa Þórs Sigurðssonar og fyrirsætunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Rúrik spókar sig þar í fylgd kærustu sinnar, brasilísku fyrirsætunnar Nathaliu Solani.

Þá er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér en Rúrik hefur líklega alla burði til þess að hífa sig aftur upp fyrir milljónina á Instagram. Hér geta áhugasamir fylgst með fylgjendafjölda Rúriks í rauntíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×